Skemmtileg á UTmessunni

11.02.2019

Við erum stolt að segja frá því að Strikamerki var í öðru sæti í flokknum "Skemmtilegasti básinn" og í topp fimm yfir þann frumlegasta.

Strikamerkisleikurinn fékk góðar viðtökur en alls tóku 243 einstaklingar þátt þar sem keppst var um að skanna inn 4 merki á sem skemmstum tíma.

Meðaltíminn var 3,063 sekúndur og var vinningstíminn á föstudeginum 1,336 sekúndur en á laugardeginum 1,108 sekúndur.
Vinningshafinn heitir Arnþór Páll Hafsteinsson.

Yfir 1.100 ráðstefnugestir voru á föstudeginum og kosið var um „Skemmtilegasta básinn“ og „Frumlegasta básinn“ í UTmessu appinu.

Við erum stolt að segja frá því að Strikamerki var í öðru sæti í flokknum "Skemmtilegasti básinn" og í topp fimm yfir þann frumlegasta.

Sjá fleiri myndir