Nýr starfsmaður

03.09.2018

Kynnum Árna Baldur nýjan starfsmann Strikamerkis. 
 

Árni Baldur er rekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands (nú HR) og Verzlingur. Árni er fyrrverandi starfsmaður Strikamerkis en hefur undanfarið starfað hjá LS Retail. Hann hefur verið viðloðandi upplýsingatækni síðan 2002 við kerfisstjórnun, ráðgjöf og gæðastjórnun í hugbúnaðarþróun auk þess að hafa komið við í flestum atvinnugreinum á einn eða annan hátt. 
Árni hefur gríðarlegan áhuga á ferðalögum, ballskák, golfi og bílaviðgerðum auk þess að sinna ýmsum verkefnum fyrir Kiwanis. Árni hefur gaman af lífinu og hlær hátt. Velkominn til baka Árni Baldur