Sjálfsafgreiðslustöð á N1 Hvolsvelli

06.07.2018

N1 á Hvolsvelli hefur nýverið í samvinnu við Strikamerki opnað sína fyrstu sjálfsafgreiðslustöð.

Um er að ræða þrjá sjálfsafgreiðslukassa frá Diebold Nixdorf sem keyra afgreiðslukerfið SagaPOS. Tilgangur uppsetningarinnar er að létta á álagspunktum í afgreiðslu og flýta fyrir þeim sem kaupa fáa hluti í einu. Við hjá Strikamerki þökkum N1 kærlega fyrir samstarfið sem tókst einstaklega vel.

Ef þú hefur áhuga að vita meira um sjálfsafgreiðslulausnir Strikamerkja sendu okkur línu á sala@strikamerki.is eða hringdu í 515-1900.