Gullfoss velur Uniconta og SagaPOS

19.04.2017

Samhliða aukningu í fjölda ferðamanna fóru eigendur félagsins að leita eftir viðskiptalausn sem gæti stutt við reksturinn og veitt þeim aukna yfirsýn. Eftir að hafa kannað markaðinn völdu eigendur félagsins Uniconta, nýjustu skýjalausnina úr smiðju Erik Damgaard sem hannaði m.a. Concorde XAL og Dynamics AX.

 

Gullfosskaffi er 20 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem rekur veitingasölu og minjagripaverslun við náttúruperluna Gullfoss. Fjölskyldan barðist lengi fyrir friðun Gullfoss og er Sigríður Tómasdóttir löngu orðin þjóðþekkt fyrir baráttu sína gegn virkjun Gullfoss á fyrri hluta síðustu aldar.

 

Samþætting við verslunarkerfi

Innleiðingin var unnin í samstarfi við Strikamerki og hluti af verkefninu var að samþætting SagaPOS afgreiðslukerfið við Uniconta. Ingvaldur Einarsson hjá Uniconta á Íslandi fagnar því að Gullfosskaffi hafi valið Uniconta. „Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fyrirtæki af þessari stærðargráðu velji Uniconta svo skömmu eftir að kerfið er sett á markað hér á Íslandi. Ég vil einnig hrósa Strikamerki fyrir að klára samþættingu við SagaPOS afgreiðslukerfið á mettíma.“

 

Draumur stjórnandans

Svavar Njarðarson hjá Gullfosskaffi segir: „Uniconta er frábær viðskiptalausn og styður vel við okkar rekstur. Við tökum á móti þúsundum ferðamanna á hverjum degi og birgðastýring er lykilatriði í okkar rekstri. Uniconta býður upp á einfalt viðmót þar sem fljótlegt er að uppfæra og vinna með vörulista og innkaup. Kerfið er draumur vörustjórans.“

 

Endalausir möguleikar

Sæmundur Valdimarsson hjá Strikamerki segir Uniconta svara þörfum flestra stærri fyrirtækja. „Við höfum um áratuga skeið þjónustað fyrirtæki með verslunar- og vöruhúsakerfi og handtölvulausnir. Uniconta býður upp á ótakmarkaða möguleika í tengingum og samþættingu við lausnaframboð okkar. Þannig geta viðskiptavinir okkar straumlínulagað reksturinn og aukið skilvirkni“.