Samstarf Strikamerkis og Uniconta

30.03.2017

„Samfara skýjavæðingu og aukinni hagræðingarkröfu í upplýsingatækni standa mörg fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa að uppfæra bókhaldskerfin á næstu misserum og það er okkur sönn ánægja að geta boðið viðskiptavinum okkar fullkomið bókhaldskerfi sem við getum samþætt við núverandi lausnaframboð okkar“, segir Sæmundur Valdimarsson framkvæmdastjóri Strikamerkis.

 

Uniconta er nýjasta bókhaldskerfið úr smiðju Erik Damgaard sem hannaði m.a Dynamics Ax og Concorde XAL. Uniconta fellur vel að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og býður m.a. upp á öflugt birgðakerfi. Uniconta var hleypt af stokkunum á Íslandi í október síðastliðnum og fjöldi notenda er ört vaxandi.

 

 

Strikamerki starfar á sviði upplýsingatækni og útvegar fyrirtækjum lausnir fyrir rafrænan rekstur - þar á meðal þráðlaus netkerfi og handtölvur í vöruhús, handtölvulausnir fyrir sölu og þjónustu úti í bæ, prentlausnir fyrir sjávarútveg og framleiðslufyrirtæki og hug- og vélbúnað fyrir verslanir.