Snerta afgreiðslukerfi

Vörunúmer : SN110100


Verð : Leita tilboða

Snerta er íslenskur hugbúnaður og hefur verið í stöðugri þróun allt frá árinu 1998

Snerta hentar vel sem afgreiðslukerfi (kassakerfi) fyrir hótel, gististaði og veitingastaði. Kerfið er einfalt og auðvelt í uppsetningu og eru notendur fljótir að tileinka sér eiginleika þess.

Snerta samanstendur af sölukerfi, birgðakerfi og viðskiptamannabókhaldi en síðan er hægt að bæta við fleiri einingum eftir því sem þarfir og óskir breytast.

Snerta er hægt að tengja við hótelbókunarkerfi og færa allar úttektir gesta á viðkomandi herbergi.

Snerta flýtir afgreiðslu og gerir hana öruggari

  • Íslenskur hugbúnaður
  • Auðvelt í uppsetningu
  • Skýrt og einfalt notendaviðmót
  • Virkar hvort heldur sem er á hefðbundinni PC tölvu eða á sérhönnuðum afgreiðslutölvum með snertiskjá
  • Keyrir á öllum tegundum Windows stýrikerfa
  • Tengist bókunarkerfum
  • Handtölvur

Skýrslur og útprentanir sem auðvelda yfirsýn

Hægt er að hafa þrjú mismunandi tungumál í notkun, þannig getur einn starfsmaður notað íslensku, sá næsti ensku og þriðji dönsku.

Með Snerta fylgir gott og aðgengilegt greiningartól þar sem hægt er að taka út í skýrsluformi margs konar upplýsingar frá rekstrinum.

Söluupplýsingar eru aðgengilegar og hægt er að taka út skýrslur um sölu fyrir einstök vörunúmer, vöruflokka, afgreiðslukassa, daga, vikur, mánuði og einstaka sölumenn.

Ef Snerta er notuð í veitingasal er möguleiki á að prenta bommur sérstaklega fyrir eldhúsið.

Með kerfinu fylgir tenging við Seðlabanka Íslands þannig að gengi gjaldmiðla uppfærist sjálfkrafa og með álagi ef þörf krefur.