SagaPrent

Vörunúmer : 30317


Verð : Leita tilboða

SagaPrent prentlausn

Þarf að merkja vörur í þínu fyrirtæki?
SagaPrent er íslensk prentstjórnunarlausn sem hentar í öllum atvinnugreinum.

SagaPrent hugbúnaðurinn er nýjung fyrir þá sem ekki vilja dýran og flókinn hugbúnað til þess að merkja framleiðsluvörur sínar.

Það getur verið tímafrekt að hanna og halda úti ýmiskonar límmiðaformum til merkinga á framleiðsluvörum.

Með SagaPrent prentar þú út límmiða á form sniðin fyrir þinn rekstur. Starfsmenn Strikamerkis hf. hanna formin og þú prentar.

SagaPrent styður langflestar gerðir strikamerkja– og límmiðaprentara.

SagaPrent býr yfir ótal eiginleikum.

  • Getur tengst langflestum gerðum límmiðaprentara
  • Skýrt og einfalt notendaviðmót
  • Er afhent með notendahandbók
  • Hægt að keyra kerfið á snertiskjá þar sem það hentar
  • Sparar kostnað við prentun
  • Keyrir á öllum tegundum Windows stýrikerfa
  • Stöðugt
  • Hraðvirkt
  • Íslenskt

SagaPrent hentar vel til þess að halda utan um og stýra öllum tegundum framleiðslumerkinga.

SagaPrent er sérstaklega hannað til að gera notanda auðvelt að finna og nota rétt miðaform úr löngum lista miðaforma og stjórna þannig hvaða merking fer á hverja vöru eða pakkningu.

Það er meðal annars gert með því að skipta formunum í flokka sem hver og einn eru kallaðir fram með sér hnapp í viðmótinu.

Notandi velur hve margir miðar eru prentaðir hverju sinni.

Hægt er á þægilegan hátt að stýra hvaða upplýsingar koma fram á einstökum útprentunum.

Má þar nefna upplýsingar um framleiðslu– og fyrningardagsetningar, lotur, magn, vikunúmer, “day of year” og rununúmer eins og til dæmis brettanúmer.

Hægt er að nota snertiskjá þar sem vinnuumhverfi býður ekki upp á að nota hefbundið lyklaborð og mús.

Sjón er sögu ríkari.