>

SagaPOS afgreiðslukerfi

Vörunúmer : 30300


Verð : Leita tilboða

Íslenskur hugbúnaður sem er hannaður í nánu samstarfi við kröfuharða notendur. Mörg af stærstu verslunarfyrirtækjum landsins nota SagaPos. Þar skiptir hraði og áreiðanleiki máli.

SagaPOS er afgreiðsluhugbúnaður sem er hannaður, smíðaður og þjónustaður af starfsmönnum Strikamerkis hf. í nánu samstarfi við notendur.

SagaPOS er þegar notað víða bæði á Íslandi og erlendis þar sem þörf er fyrir mismunandi notendaviðmót við afgreiðslu svo sem í sérvöruverslunum, kvikmyndahúsum, stórmörkuðum, bensínstöðvum, veitingastöðum og lyfjaverslunum.

SagaPOS hefur reynst afar vel og sýnt að vel útfært afgreiðslukerfi hraðar afgreiðslu og ýtir undir bætta þjónustu viðskiptavina fyrirtækisins.

SagaPOS býr yfir ótal aðgerðum og eiginleikum sem saman mynda eina sterka heild.

  • SagaPOS er mjög skalanlegur hugbúnaður og skiptir í raunekki máli hvort um er að ræðaverslun með einn afgreiðslukassa eða 200.
  • Notendaviðmót er einfalt og því hægt að hanna mismunandi skjámyndir eftir óskum viðskiptavina.
  • Hægt er að tengja margar verslanir saman og bæði senda og sækja upplýsingar til og frá verslunum.

Þú hefur val um að leigja SagaPOS fyrir fasta upphæð á mánuði eða kaupa leyfið.

Það getur verið auðveldara að leigja bæði hugbúnað og vélbúnað og greiða fast mánaðargjald. Þú getur leigt eitt öflugasta og útbreiddasta afgreiðslukerfið á Íslandi og dreift þar með stofnfjárfestingunni á nokkur ár.

Auk hugbúnaðar getur þú leigt allan vélbúnað sem þarf til, svo sem tölvu með snertiskjá, kvittanaprentara, peningaskúffu og strikamerkjalesara. Þú einfaldlega raðar saman þeim búnaði sem þarf til og greiðir síðan fast mánaðargjald í samræmi við það. Fjárbinding í búnaði er því hverfandi í upphafi.

Ef þú ert að leita eftir góðu og öflugu afgreiðslukerfi til leigu eða kaups skaltu hafa samband við okkur.