Eignaeftirlitskerfi


Verð : Leita tilboða

Eignaeftirlitskerfi

Íslenskur hugbúnaður sem hannaður er í samstarfi við kröfuharða notendur. Hentar fyrirtækjum sem þufa og vilja auka yfirsýn yfir eignir sínar.

Kostir

 • Einfalt
 • Áreiðanlegt
 • Gefur góða yfirsýn
 • OLAP greining
 • Hraðvirkt
 • Ódýrt
 • Íslenskt

Eignaeftirlitskerfið er heildarlausn sem samanstendur af gagnagrunni, hugbúnaði, strikamerkjaprentara og handtölvu. 

Með handtölvu er hægt að hafa regulegt eftirlit með stöðu og ástandi eigna á einfaldan og fljótlegan hátt.

Hægt er að kalla fram stöðu og ástand hverrar eignar fyrir sig ásamt sögu hennar í skýrsluformi á hvaða tímapunkti sem er.

Eignaeftirlitskerfið heldur utan um hverja eign fyrir sig. Meðal annars er hægt að skrá tegund, staðsetningu, ástand, ábyrgðamann, raðnúmer, IP tölu, verðmæti og athugasemdir.

Eignaeftirlitiskerfið býr yfir ótal eiginleikum sem saman mynda eina sterka heild.

 

 • Notendaviðmót borðtölvu og handtölvu er mjög einfalt
 • Hægt er að stofnskrá eign bæði í borðtölvu og handtölvu
 • Allar eignir eru merktar með strikamerki
 • Mjög einfalt er að viðhalda upplýsingum um eignirnar með handtölvunni
 • Skýrslur í kerfinu gefa góða yfirsýn yfir staðsetningu, ástand og stöðu eigna
 • Hægt er að færa gögn úr öðrum kerfum yfir í Eignaeftirlitið

 

Í raun er það ákvörðun hvers og eins hvaða eignir ætti að skrá og halda utan um í kerfi eins og þessu.

Borðtölvur, prentarar, skjáir, fartölvur, hverskonar mælitæki, húsgögn, listaverk og farsímar eru allt dæmi um eignir sem vert er að skrá.

Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að geta haldið utan um skráningar á sínum eignum. Það bæði sparar tíma og einfaldar alla vinnu.

Hægt er að sérsníða fyrirspurnir og útprentanir úr kerfinu eftir þörfum hvers og eins.

Við útvegum strikamerkjalímmiða til að merkja eignirnar.  Einnig er  hægt að láta forprenta á þá logo eða aðrar merkingar sé þess óskað.

Ef þú ert að leita eftir einföldu, skilvirku og öruggu kerfi  skaltu hafa samband við okkur og fá  að kynnast Eignaeftirlitskerfinu af eigin raun. Sjón er sögu ríkari.