Um Strikamerki hf.

Strikamerki er upplýsingatæknifyrirtæki sem útvegar fyrirtækjum lausnir fyrir rafrænan rekstur í formi vélbúnaðar, hugbúnaðar, ráðgjafar og þjónustu. Strikamerki selur hugbúnað og vélbúnað frá sterkum erlendum birgjum ásamt því að þróa sinn eigin hugbúnað.

 

Áherslur fyrirtækisins eru á afgreiðslulausnir, handtölvulausnir og prentlausnir en undir þessa flokka falla meðal annars afgreiðsluhugbúnaður, sjálfsafgreiðslulausnir, afgreiðslukassar, miðasölukerfi, bókhaldskerfi, handtölvur, handtölvuferli, þráðlaus net, raddstýringarbúnaður, staðsetningarbúnaður, rúmmálsskannar, prentarar, prentlausnahugbúnaður, rekstrarvörur og álímingarbúnaður.

Viðskiptavinir

Mörg öflugustu fyrirtæki landsins kjósa að eiga viðskipti við Strikamerki og við erum viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili stærstu vél- og hugbúnaðarframleiðeinda heims á okkar fagsviði - þeirra á meðal eru Zebra (Motorola, Symbol), Honeywell (Intermec, Datamax), Datalogic, Diebold Nixdorf,  Ivanti, Wavelink og Seagull.

Hugbúnaður

Strikamerki þróar og selur eigin hugbúnaðarlausnir undir vörumerkjunum Snerta og SagaPOS verslunarkerfi, IceLink handtölvulausnir, IceLabel prentlausnir og IceMonitor gagnastýringar. Þessar vörulínur eru í notkun hjá fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum. IceLink handtölvulausnir hafa verið settar upp hjá fjölmörgum fyrirtækjum og keyra á hundruðum handtölva, IceLabel prentlausnir eru í notkun hjá fjölmörgum framleiðslufyrirtækjum, t.d. nota flest frystiskip flotans IceLabel fyrir prentstjórnun við kassa- og brettamerkingar.

Þjónusta

Þjónusta Strikamerkis nær til ráðgjafar á sviði lausna fyrir rafrænan rekstur, verkefnastjórnunar, hönnunar hugbúnaðar, innleiðingar lausna, rekstrar- og viðgerðarþjónustu. Tæknimenn okkar eru vel menntaðir og reyndir fagmenn, sem hljóta markvissa þjálfun hjá framleiðendum tæknibúnaðar sem við seljum.

Fyrirtækið er í eigu lykilstjórnenda auk nokkurra einstaklinga sem allir hafa víðtæka reynslu af rekstri upplýsingatæknifyrirtækja.

 

Strikamerki hefur fengið viðurkenningu CreditInfo er að vera Framúrskarandi fyrirtæki síðustu 3 ár.