>

Um Strikamerki hf.

Strikamerki starfar á sviði upplýsingatækni og útvegar fyrirtækjum lausnir fyrir rafrænan rekstur - þar á meðal þráðlaus netkerfi og handtölvur í vöruhús, GPRS handtölvulausnir fyrir sölu og þjónustu úti í bæ, prentlausnir fyrir sjávarútveg og framleiðslufyrirtæki og hug- og vélbúnað fyrir verslanir. 

Viðskiptavinir

Mörg öflugustu fyrirtæki landsins kjósa að eiga viðskipti við Strikamerki og við erum viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili stærstu vél- og hugbúnaðarframleiðeinda heims á okkar fagsviði - þeirra á meðal eru Intermec, Motorola (Symbol), Datalogic, Zebra, Wincor-Nixdorf, Datamax, DigiPOS, Wavelink, Seagull.

Hugbúnaður

Strikamerki þróar og selur eigin hugbúnaðarlausnir undir vörumerkjunum SagaPOS verslunarkerfi, IceLink handtölvulausnir, IceLabel prentlausnir og IceMonitor gagnastýringar. Þessar vörulínur eru í notkun hjá fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum. IceLink handtölvulausnir hafa verið settar upp hjá fjölmörgum fyrirtækjum og keyra á hundruðum handtölva, IceLabel prentlausnir eru í notkun hjá fjölmörgum framleiðslufyrirtækjum, t.d. nota flest frystiskip flotans IceLabel fyrir prentstjórnun við kassa- og brettamerkingar.

Þjónusta

Þjónusta Strikamerkis nær til ráðgjafar á sviði lausna fyrir rafrænan rekstur, verkefnastjórnunar, hönnunar hugbúnaðar, innleiðingar lausna, rekstrar- og viðgerðarþjónustu. Tæknimenn okkar eru vel menntaðir og reyndir fagmenn, sem hljóta markvissa þjálfun hjá framleiðendum tæknibúnaðar sem við seljum.

Fyrirtækið er í eigu lykilstjórnenda auk nokkurra einstaklinga sem allir hafa víðtæka reynslu af rekstri upplýsingatæknifyrirtækja.