Sjálfsafgreiðslulausnir

Íslendingar eru kröfuharðir og nýjungagjarnir neytendur sem gera auknar kröfur um þjónustu og hagræðingu í rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir versla hjá. Þrátt fyrir að sjálfsafgreiðsla hafi fyrir nokkru rutt sér til rúms erlendis hafa aðeins fá og stutt skref verið tekin í hagnýtingu þessarar tækni hjá íslenskum verslunar- og þjónustufyrirtækjum.
Strikamerki er umboðsaðili fyrir Diebold Nixdorf sem framleiðir fyrsta flokks sjálfsafgreiðslubúnað sem meðal annars er í notkun hjá McDonalds og Burger King.

 

Meðal ávinnings sem hægt er að búast við með því að taka sjálfsafgreiðslubúnað í notkun er:

 • Viðbót við núverandi þjónustuframboð
 • Nýting starfsmanna til að þjónusta viðskiptavini og auka viðbótarsölu í stað þess að skanna vörur
 • Lægri launakostnaður
 • Betri nýting verslunarrýmis þar sem sjálfsafgreiðslukassar taka minna pláss
 • Sveigjanleiki á álagstímum
 • Nútímavænt yfirbragð
 • Minni biðtími starfsmanna í að taka pantanir (skyndibiti, ísbúðir, osfrv.)

 

 

 

Starfsfólk Strikamerkis býr yfir mikilli reynslu af afgreiðslu- og verslunarlausnum, hvort sem er vélbúnaði, hugbúnaði, samþættingu eða ráðgjöf.

.

Notkunarmöguleikar eru meðal annars:

 • Sérvöruverslanir og matvöruverslanir
  • Betri nýting þekkingar starfsmanna í að aðstoða viðskiptavinin þar sem varan er staðsett
  • Biðraðir myndast síður á annatímum
  • Afgreiðslu- og biðtími viðskiptavina lækkar
 • Sjálfsafgreiðsla á skyndibitastöðum og ísbúðum
  • Lágmarkar biðtíma starfsfólks vegna fólks sem á eftir að ákveða hvað það vill panta
  • Aukinn möguleiki á að selja viðskiptavini viðbótarvöru
  • Villuhætta í pöntun minnkar
 • Sjálfsafgreiðsla í kvikmyndahús
  • Fækkun starfsfólks
  • Möguleiki að gefa gestum kost á að velja sæti (hugsanlega bestu sætin á hærra verði)
  • Möguleiki að ganga frá greiðslu á sælgæti

 

 

Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að skoða hvaða skref þarf að stíga til að innleiða sjálfsafgreiðslulausn þú hvetjum við þig til að hafa samband í síma 575-1900 eða í sala@strikamerki.is.